Lincoln Navigator með gullwing hurðum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 10:30 Með gullwing vængjahurðir og niðurfellanlegar tröppur til að auðvelda innstig. Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent
Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent