Renault Alpine með Mercedes AMG vélar Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 14:56 Renault Alpine Vision fær að öllum líkindum AMG-vél frá Benz. Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent
Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent