Heimsins hraðasti trjádrumbur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:18 Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent