Markaðir komnir í ró Sæunn Gísladóttir skrifar 11. mars 2016 06:00 Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar. Vísir/AFP Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira