Benz pallbíll kynntur í París í haust Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 14:40 Endanlegt útlit pallbíls Mercedes Benz verður eitthvað nærri þessu. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent
Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent