Topplaus smár jepplingur Volkswagen í Genf Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 10:46 Volkswagen T-Cross Breeze. Autoblog Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent