Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2016 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA „Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda. Flóttamenn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
„Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda.
Flóttamenn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira