Ungar konur styðja Sanders Snærós Sindradóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders er gríðarlega vinsæll á meðal ungs fólks en síður meðal svartra. Kosningaherferð hans miðar að því að ná til svartra kjósenda. Vísir/EPA Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira