Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 20:32 Frá vinstri: Þau Henry Cavill, Gal Gadot og Ben Affleck verða öll meðal leikara í Justice League. Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38