Rödd Morgan Freeman í leiðsögukerfi Google Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:05 Morgan Freeman. Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent