Range Rover Holland & Holland Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 13:04 Range Rover Holland & Holland. Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent
Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent