CCP skilar methagnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:29 Hilmar Veigar Pétursson segir Gunjack mest selda sýndarveruleikaleikinn frá upphafi. Vísir/Anton Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00