Grátandi Ronda: Ég íhugaði að taka eigið líf Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 16:00 Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15
Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45
Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00
Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15