Markaðir erlendis að taka við sér á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Lifnað hefur yfir alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni. NordicPhotos/Getty Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira