Þrefaldur Audi sigur Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 09:49 Audi Q7 jeppinn. Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“ Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent