Minnsti hagnaður Hyundai í 5 ár Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 10:12 Hyundai Tucson. Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent