Ferðaþjónusta í hvað örustum vexti á Íslandi og í Króatíu ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 10:45 Darren Huston segir ferðaþjónustu vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðslu í heiminum. vísir/stefán „Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
„Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira