Honda innkallar 2,23 milljón bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 09:49 Honda Jazz. Enn halda innkallanir áfram vegna gallaðra öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata. Innköllunin nú nær til margra bílgerða Honda bíla. Meðal þeirra eru Honda CR-V frá 2007 til 2011, Honda Jazz frá 2009 til 2014, Honda Insight frá 2010 til 2014, Honda Rodgeline frá 2007 til 2014, Honda CR-Z frá 2011 til 2015 og einar 5 gerðir Acura bíla, sem aðallega hafa verið seldir í Bandaríkjunum. Galli Takata öryggipúðanna snýr að því að þegar þeir springa út við árekstur geta þeir skaðað ökumann, en aðeins er um að ræða öryggispúða sem staðsettur er í stýri bílanna. Ein 10 dauðsföll víðsvegar um heiminn eru rakin til þessa galla í þessum Honda og Acura bílum. Honda ætlar að hefja útskipti á þessum gölluðu öryggispúðum í sumar og munu eigendur bílanna fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að koma með bíla sína til viðgerða. Hafa þeir 60 daga tímaramma til að koma með bíla sína og munu svo aftur fá bréf ef það hefur ekki verið gert. Honda hefur nú innkallað 8,51 milljón bíla eingöngu í Bandaríkjunum vegna Takata öryggispúða og mun fleiri í heiminum öllum. Takata öryggispúða er einnig að finna í bílum frá bílaframleiðendunum Ford, Mazda, Audi, BMW, Mercedes Benz, Saab og Volkswagen og hafa öll fyrirtækin innkallað bíla með þessa púða. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent
Enn halda innkallanir áfram vegna gallaðra öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata. Innköllunin nú nær til margra bílgerða Honda bíla. Meðal þeirra eru Honda CR-V frá 2007 til 2011, Honda Jazz frá 2009 til 2014, Honda Insight frá 2010 til 2014, Honda Rodgeline frá 2007 til 2014, Honda CR-Z frá 2011 til 2015 og einar 5 gerðir Acura bíla, sem aðallega hafa verið seldir í Bandaríkjunum. Galli Takata öryggipúðanna snýr að því að þegar þeir springa út við árekstur geta þeir skaðað ökumann, en aðeins er um að ræða öryggispúða sem staðsettur er í stýri bílanna. Ein 10 dauðsföll víðsvegar um heiminn eru rakin til þessa galla í þessum Honda og Acura bílum. Honda ætlar að hefja útskipti á þessum gölluðu öryggispúðum í sumar og munu eigendur bílanna fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að koma með bíla sína til viðgerða. Hafa þeir 60 daga tímaramma til að koma með bíla sína og munu svo aftur fá bréf ef það hefur ekki verið gert. Honda hefur nú innkallað 8,51 milljón bíla eingöngu í Bandaríkjunum vegna Takata öryggispúða og mun fleiri í heiminum öllum. Takata öryggispúða er einnig að finna í bílum frá bílaframleiðendunum Ford, Mazda, Audi, BMW, Mercedes Benz, Saab og Volkswagen og hafa öll fyrirtækin innkallað bíla með þessa púða.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent