Mikilvægur bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 22:00 Hendricks í flottu formi fyrir bardagann. Vísir/Getty Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira
Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer
MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Sjá meira
Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30