Heimsins hraðasta rafskutla á 173 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 09:41 Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent
Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent