Tekst Johnson að ná 15. rothögginu á ferlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Vísir/Getty Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena
MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira