Shell býst við verri afkomu Sæunn Gísladóttir skrifar 21. janúar 2016 06:00 Royal Dutch Shell lækkaði afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung 2015 um 39 milljarða íslenskra króna. Fréttablaðið/Getty Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í gær lækkaði Royal Dutch Shell afkomuspá sína um 300 milljónir dollara, jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna. Olíufélagið á von á 1,6 milljarða dollara hagnaði, jafnvirði rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi 2015. Ef spáin gengur eftir mun fyrirtækið hagnast um rúmlega helmingi minna en á fjórða ársfjórðungi 2014. Shell áætlar að tekjur ársins muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-1.390 milljarða íslenskra króna, sem er undir áætlun. Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í morgunviðskiptum í gær. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 prósent í og mældist þá 5.692 stig í gærmorgun. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjú ár. Tilkynnt var í apríl í fyrra að til stæði að Shell tæki yfir gasfyrirtækið BG Group. Í næstu viku hittast hluthafar til að kjósa um yfirtökuna. Þegar tilkynnt var um yfirtökuna var hrávöruverð á olíu 55 dollarar á tunnu en er nú í kringum 28 dollara. Því er óvíst hvað verður.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira