GM stofnar leigufyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 09:47 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Bílaframleiðandinn General Motors hefur nú stofnað fyrirtækið Maven utan um skammtímaleigu á bílum. Þar getur almenningur leigt bíla fyrir 6 dollara á klukkustundina og pantar þá með appi í snjallsímum sínum. Fyrsta starfstöðin verður í Ann Arbor í Michigan ríki og þar verða í fyrstu 21 bíll til aflögu fyrir viðskiptavini. GM hyggst opna slíkar leigustöðvar miklu víðar í borgum Bandaríkjanna á næstunni. Þessi tilkynning GM um stofnun Maven kemur skömmu eftir að fyrirtækið fjárfesti í Sidecar og Lyft “ride-sharing”-fyrirtækjunum og því er GM orðinn stórtækur þátttakandi á þessu sviði. GM hefur greinilega trú á mikilli breytingu í notkun fólks á bílum og að það muni kjósa í meira mæli að leigja þá til skamms tíma fremur en að eiga þá. GM ætlar nýjum Bolt rafmagnsbíl sínum að spila stórt hlutverk í þessum skammtímabílaleigufyrirtækjum, ef svo mætti kalla þau í einu lengst orði íslenskrar tungu. Talsmenn GM segja að 4-6 milljónir manna noti nú svona þjónustu um allan heim og að þeim muni fjölga mjög á næstunni og í því ætli GM að taka þátt. Spáð er fjórföldun á notkun þeirra við enda þessa áratugar. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent
Bílaframleiðandinn General Motors hefur nú stofnað fyrirtækið Maven utan um skammtímaleigu á bílum. Þar getur almenningur leigt bíla fyrir 6 dollara á klukkustundina og pantar þá með appi í snjallsímum sínum. Fyrsta starfstöðin verður í Ann Arbor í Michigan ríki og þar verða í fyrstu 21 bíll til aflögu fyrir viðskiptavini. GM hyggst opna slíkar leigustöðvar miklu víðar í borgum Bandaríkjanna á næstunni. Þessi tilkynning GM um stofnun Maven kemur skömmu eftir að fyrirtækið fjárfesti í Sidecar og Lyft “ride-sharing”-fyrirtækjunum og því er GM orðinn stórtækur þátttakandi á þessu sviði. GM hefur greinilega trú á mikilli breytingu í notkun fólks á bílum og að það muni kjósa í meira mæli að leigja þá til skamms tíma fremur en að eiga þá. GM ætlar nýjum Bolt rafmagnsbíl sínum að spila stórt hlutverk í þessum skammtímabílaleigufyrirtækjum, ef svo mætti kalla þau í einu lengst orði íslenskrar tungu. Talsmenn GM segja að 4-6 milljónir manna noti nú svona þjónustu um allan heim og að þeim muni fjölga mjög á næstunni og í því ætli GM að taka þátt. Spáð er fjórföldun á notkun þeirra við enda þessa áratugar.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent