Póstkortið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Ef ég fengi að ráða væru SS pylsur 50% lengri og pylsubrauðin líka. Ein pylsa nægir mér ekki en tvær valda mér ógleði. En ég ræð þessu víst ekki og líklega er góð og gild ástæða fyrir lengdinni eins og hún er og hefur verið í tugi ára. Ég sé fyrir mér umfangsmiklar markaðsrannsóknir unnar í samvinnu við reynslumikla matvælafræðinga. Allavega eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Ég sulla bara remúlaði á þetta. Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu. Sjálfur myndi ég afnema hlé í bíó, stytta vinnuvikuna um einn dag með fríi á miðvikudögum, loka kommentakerfum vefmiðlanna og stöðva innflutning á rósakáli til landsins. En þetta eru dagdraumar og flest gerum við okkur grein fyrir því að það liði eflaust ekki langur tími þar til völdin yrðu tekin af okkur. Fólk hefur almennt litla þolinmæði fyrir einræðisherrum. Forsætisráðherra virðist hins vegar ekki hafa fengið memóið og freistar þess nú að færa þessa vinsælu dægradvöl upp á næsta stig. Að vera forsætisráðherra er ekki nóg, hann vill ráða öllu og þröngvar nú upp á okkur blautum draumi sínum um þá Reykjavík sem hann upplifði aldrei. Rómantíska sjávarþorpið þar sem Bankastræti hét Bakarabrekka og skítalækur rann fram hjá stjórnarráðinu. Engin rök – bara „mér finnst“. Það er auðvitað ekkert að því að embættismenn sinni áhugamálum sínum eins og annað fólk. Mig varðar ekkert um súrdeigsbakstur og flugmódelasmíði ráðamanna. En það er óþolandi að tómstundaarkítektar í valdastöðum stöðvi löglegar og samþykktar byggingarframkvæmdir vegna þess að þeim þykir húsið ekki nógu sexí á póstkorti. Plús það, sendir einhver póstkort árið 2016? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ef ég fengi að ráða væru SS pylsur 50% lengri og pylsubrauðin líka. Ein pylsa nægir mér ekki en tvær valda mér ógleði. En ég ræð þessu víst ekki og líklega er góð og gild ástæða fyrir lengdinni eins og hún er og hefur verið í tugi ára. Ég sé fyrir mér umfangsmiklar markaðsrannsóknir unnar í samvinnu við reynslumikla matvælafræðinga. Allavega eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Ég sulla bara remúlaði á þetta. Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu. Sjálfur myndi ég afnema hlé í bíó, stytta vinnuvikuna um einn dag með fríi á miðvikudögum, loka kommentakerfum vefmiðlanna og stöðva innflutning á rósakáli til landsins. En þetta eru dagdraumar og flest gerum við okkur grein fyrir því að það liði eflaust ekki langur tími þar til völdin yrðu tekin af okkur. Fólk hefur almennt litla þolinmæði fyrir einræðisherrum. Forsætisráðherra virðist hins vegar ekki hafa fengið memóið og freistar þess nú að færa þessa vinsælu dægradvöl upp á næsta stig. Að vera forsætisráðherra er ekki nóg, hann vill ráða öllu og þröngvar nú upp á okkur blautum draumi sínum um þá Reykjavík sem hann upplifði aldrei. Rómantíska sjávarþorpið þar sem Bankastræti hét Bakarabrekka og skítalækur rann fram hjá stjórnarráðinu. Engin rök – bara „mér finnst“. Það er auðvitað ekkert að því að embættismenn sinni áhugamálum sínum eins og annað fólk. Mig varðar ekkert um súrdeigsbakstur og flugmódelasmíði ráðamanna. En það er óþolandi að tómstundaarkítektar í valdastöðum stöðvi löglegar og samþykktar byggingarframkvæmdir vegna þess að þeim þykir húsið ekki nógu sexí á póstkorti. Plús það, sendir einhver póstkort árið 2016?
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun