Fyrsti Ferrari F60 America afhentur Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 11:10 Fyrsti Ferrari F60 America afhentur í Palm Beach. Ferrari afhenti fyrsta bílinn af gerðinni F60 America í Palm Beach í Bandaríkjunum á dögunum. Þessi bíll er framleiddur til að minnast 60 ára sölu Ferrari bíla í Bandaríkjunum og verða þau 10 eintök sem smíðuð verða af bílnum aðeins seld þar í landi. Verðmiðinn er ekki af lægri gerðinni, en eintakið kosta 2,5 milljón dollara, eða um 325 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur blæjubíl með V12 og 6,3 lítra vél sem skilar 730 hestöflum. Hann er litlar 3,1 sekúndur í hundrað kílómetra hraða. Blæju bílsins má fella á allt að 120 kílómetra hraða. Talsvert er notað af koltrefjum í bílinn og veltigrind hans er leðurklædd og formuð með koltrefjum utan um hástyrktarstál. Þessi bíll er að mestu byggður á Ferrari F12 Berlinetta en einnig innblásinn af 1967 árgerðinni af 275 GTS-4 NART bíl Ferrari. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Ferrari afhenti fyrsta bílinn af gerðinni F60 America í Palm Beach í Bandaríkjunum á dögunum. Þessi bíll er framleiddur til að minnast 60 ára sölu Ferrari bíla í Bandaríkjunum og verða þau 10 eintök sem smíðuð verða af bílnum aðeins seld þar í landi. Verðmiðinn er ekki af lægri gerðinni, en eintakið kosta 2,5 milljón dollara, eða um 325 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur blæjubíl með V12 og 6,3 lítra vél sem skilar 730 hestöflum. Hann er litlar 3,1 sekúndur í hundrað kílómetra hraða. Blæju bílsins má fella á allt að 120 kílómetra hraða. Talsvert er notað af koltrefjum í bílinn og veltigrind hans er leðurklædd og formuð með koltrefjum utan um hástyrktarstál. Þessi bíll er að mestu byggður á Ferrari F12 Berlinetta en einnig innblásinn af 1967 árgerðinni af 275 GTS-4 NART bíl Ferrari.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent