Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 14:30 Viðar Örn Kjartansson fer frá Kína til Svíþjóðar. mynd/mff Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33