Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 14:30 Viðar Örn Kjartansson fer frá Kína til Svíþjóðar. mynd/mff Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33