Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45