Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz heilsar Chris Christie. Ben Carson er hér til hægri. Vísir/AFP Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18
Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05
Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47
Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32