Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17
Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30
Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05