Jaguar Land Rover með tveggja milljarða punda fjárfestingar í pípunum Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 10:30 Jaguar í smíðum. Stjórn Jaguar Land Rover hefur tilkynnt um umtalsverðar fjárfestingar í framleiðslumálum fyrirtækisins fyrir sem nemur tveimur milljörðum sterlingspunda. Annars vegar staðfesti fyrirtækið að reist verði ný bílaverksmiðja í Slóvakíu fyrir um einn milljarð sterlingspunda, þar sem ál mun gegna lykilhlutverki. Hins vegar var tilkynnt um nýfjárfestingar í Bretlandi fyrir nálega sömu upphæð. Þetta samsvarar tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sl. mánuð í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, að viðstöddum forstjóra fyrirtækisins og forsætisráðherra Slóvakíu. Völdu Slóvakíu umfram Mexíkó og BandaríkinNýja verksmiðjan verður reist í borginni Nitra, skammt austan höfuðborgarinnar og kemur staðfestingin í kjölfar viljayfirlýsingar sem undirrituð var við stjórnvöld í ágúst. Áður hafi fyrirtækið skoðað kosti í öðrum Evrópulöndum auk Bandaríkjanna og Mexíkó. Bílasmiðjan í Nitra mun skapa um 2.800 ný störf og verða þar framleiddar bílgerðir af næstu kynslóðum Jaguar Land Rover þar sem megináhersla verður lögð á ál sem smíðamálm í samræmi við sjálfbærnistefnu fyrirtækisins. Auk nýfjárfestingar í Nitra verður ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar í Bretlandi fyrir tæpan milljarð punda sem er mesta innspýting í breskan bílaiðnað í áratugi. Þær fjárfestingar koma til með að skapa nokkur hundruð ný störf.Umfangsmikill bílaiðnaður í SlóvakíuAuk nokkurra bílaverksmiðja í Bretlandi starfrækir Jaguar Land Rover nú þegar verksmiðjur í Brasilíu, Kína og á Indlandi. Í Slóvakíu er rótgróinn og umfagsmikill bílaiðnaður, enda tengjast 43% þarlends iðnaðar bílgreininni, að meðtöldum hundruðum birgja sem framleiða margvíslega íhluti fyrir bílaframleiðendur. Þessir og aðrir nauðsynlegir og traustir innviðir í Slóvakíu gera það að verkum að ákjósanlegt er að framleiða bíla þar sagði Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, þegar tilkynnt var um fjárfestingarnar sem forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, var viðstaddur. Hann sagði jafnframt að hjarta fyrirtækisins verði þó hér eftir sem hingað til í Bretlandi þar sem hugmyndasmiðir og hönnuðir fyrirtækisins eru staðsettir ásamt tækniþróunardeildinni og helstu verksmiðjunum.Létta bíla sína með áliJaguar Land Rover hefur á undanförnum árum m.a. lagt aukna áherslu á að létta bifreiðar sínar og auka eldsneytisnýtingu í samræmi við umhverfissjónarmið. Nýja bílaverksmiðjan í Nitra verður byggð sérstaklega með þessi markmið í huga. Framleiðslugetan í Nitra verður upp á 150 þúsund bíla á ári. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og er gert ráð fyrir að fyrsti bíllinn renni að færibandinu síðari hluta árs 2018. Jaguar Land Rover hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í rekstri sínum í Castle Bromwich, Halewood og Solihull í Bretlandi til að styðja við þau markmið sín sem einkenna allar nýjar kynslóðir bílgerða framleiðandans, svo sem Jaguar XE, XF og F-PACE, Range Rover Evoque Convertible og Land Rover Discovery Sport.Fjölgun um 13.000 starfsmennAuk þessa er fyrirhugað að stækka tækniþróunar- og hönnunardeildirnar í Whitley, Coventry og fjárfesta í Nýsköpunarmiðstöð bílgreina í Bretlandi sem starfrækt er við háskólann í Warwick. Á undanförnum árum hefur starfsmönnum Jaguar Land Rover fjölgað um meira en 13 þúsund og eru þeir nú alls rúmlega 37 þúsund talsins. Á sama tíma hefur fyrirtækið fjárfest á ýmsum sviðum fyrir meira en 11 milljarða sterlingspunda. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Stjórn Jaguar Land Rover hefur tilkynnt um umtalsverðar fjárfestingar í framleiðslumálum fyrirtækisins fyrir sem nemur tveimur milljörðum sterlingspunda. Annars vegar staðfesti fyrirtækið að reist verði ný bílaverksmiðja í Slóvakíu fyrir um einn milljarð sterlingspunda, þar sem ál mun gegna lykilhlutverki. Hins vegar var tilkynnt um nýfjárfestingar í Bretlandi fyrir nálega sömu upphæð. Þetta samsvarar tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sl. mánuð í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, að viðstöddum forstjóra fyrirtækisins og forsætisráðherra Slóvakíu. Völdu Slóvakíu umfram Mexíkó og BandaríkinNýja verksmiðjan verður reist í borginni Nitra, skammt austan höfuðborgarinnar og kemur staðfestingin í kjölfar viljayfirlýsingar sem undirrituð var við stjórnvöld í ágúst. Áður hafi fyrirtækið skoðað kosti í öðrum Evrópulöndum auk Bandaríkjanna og Mexíkó. Bílasmiðjan í Nitra mun skapa um 2.800 ný störf og verða þar framleiddar bílgerðir af næstu kynslóðum Jaguar Land Rover þar sem megináhersla verður lögð á ál sem smíðamálm í samræmi við sjálfbærnistefnu fyrirtækisins. Auk nýfjárfestingar í Nitra verður ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar í Bretlandi fyrir tæpan milljarð punda sem er mesta innspýting í breskan bílaiðnað í áratugi. Þær fjárfestingar koma til með að skapa nokkur hundruð ný störf.Umfangsmikill bílaiðnaður í SlóvakíuAuk nokkurra bílaverksmiðja í Bretlandi starfrækir Jaguar Land Rover nú þegar verksmiðjur í Brasilíu, Kína og á Indlandi. Í Slóvakíu er rótgróinn og umfagsmikill bílaiðnaður, enda tengjast 43% þarlends iðnaðar bílgreininni, að meðtöldum hundruðum birgja sem framleiða margvíslega íhluti fyrir bílaframleiðendur. Þessir og aðrir nauðsynlegir og traustir innviðir í Slóvakíu gera það að verkum að ákjósanlegt er að framleiða bíla þar sagði Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, þegar tilkynnt var um fjárfestingarnar sem forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, var viðstaddur. Hann sagði jafnframt að hjarta fyrirtækisins verði þó hér eftir sem hingað til í Bretlandi þar sem hugmyndasmiðir og hönnuðir fyrirtækisins eru staðsettir ásamt tækniþróunardeildinni og helstu verksmiðjunum.Létta bíla sína með áliJaguar Land Rover hefur á undanförnum árum m.a. lagt aukna áherslu á að létta bifreiðar sínar og auka eldsneytisnýtingu í samræmi við umhverfissjónarmið. Nýja bílaverksmiðjan í Nitra verður byggð sérstaklega með þessi markmið í huga. Framleiðslugetan í Nitra verður upp á 150 þúsund bíla á ári. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og er gert ráð fyrir að fyrsti bíllinn renni að færibandinu síðari hluta árs 2018. Jaguar Land Rover hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í rekstri sínum í Castle Bromwich, Halewood og Solihull í Bretlandi til að styðja við þau markmið sín sem einkenna allar nýjar kynslóðir bílgerða framleiðandans, svo sem Jaguar XE, XF og F-PACE, Range Rover Evoque Convertible og Land Rover Discovery Sport.Fjölgun um 13.000 starfsmennAuk þessa er fyrirhugað að stækka tækniþróunar- og hönnunardeildirnar í Whitley, Coventry og fjárfesta í Nýsköpunarmiðstöð bílgreina í Bretlandi sem starfrækt er við háskólann í Warwick. Á undanförnum árum hefur starfsmönnum Jaguar Land Rover fjölgað um meira en 13 þúsund og eru þeir nú alls rúmlega 37 þúsund talsins. Á sama tíma hefur fyrirtækið fjárfest á ýmsum sviðum fyrir meira en 11 milljarða sterlingspunda.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent