Hlutabréf í Renault féllu um 20% vegna gruns um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 14:44 Renault í slæmum málum. Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent
Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent