Nýta á færi til uppstokkunar Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Frá því í haust hafa staðið yfir fundir vegna nýrra búvörusamninga við bændur og eiga þeir að vera til tíu ára. Þær litlu spurnir sem er að hafa af þessu ferli benda til þess að ráðast eigi í töluverðar breytingar, svo sem með aflagningu kvótakerfis, svokallað greiðslumark, í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Tíu ár eru langur tími, en um leið á það að líta að í landbúnaði, eins og öðrum atvinnugreinum, er mikilvægt að fyrir liggi fram í tímann hvaða starfsskilyrði greininni eru ætluð. Fátt er líklegra til að draga úr framkvæmdagleði en óvissa um framtíðina. Um leið er dálítið furðulegt að hafa ekki nýtt þetta tækifæri til enn frekari uppstokkunar á því kerfi sem hér hefur verið byggt upp til stuðnings innlendri landbúnaðarframleiðslu. Miklu er til kostað, en óljóst hver nýtur mest góðs af stuðningnum. „Landbúnaðarkerfið á Íslandi virðist sérlega óhagkvæmt því það leiðir til útgjalda ríkisins, slakrar afkomu bænda og hærra verðs á landbúnaðarvörum til neytenda en vera þyrfti,“ segir í umfjöllun í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Rifjað er upp að í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem stofnað var til fyrir fjórum árum undir handarjaðri forsætisráðuneytisins, hafi verið lagt til að jarðræktarstuðningur verði ný undirstaða styrkja í landbúnaði. Tillögurnar, sem kynntar voru í maí 2013, gera ráð fyrir því að stuðningi við landbúnað sé viðhaldið, enda megi teljast að án stuðnings myndi hann að verulegu leyti leggjast af. Líklega vilja fáir feta þá slóð. Umgjörð stuðningsins eigi hins vegar að hvetja bændur til að nýta eignir sínar til að skapa sem mest verðmæti, það megi ekki koma í veg fyrir nýsköpun og eðlilega þróun í landbúnaði. Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum kerfisins á samkeppnishæfi og búa til umhverfi sem leyfir bændum að taka ákvarðanir á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Ætli þetta sé lagt til grundvallar í yfirstandandi viðræðum stjórnvalda og bændaforystunnar? Eða á að viðhalda meingölluðu framleiðslustyrkjakerfi, þar sem vitað er að beingreiðslur skili sér ekki nema að hluta til bænda? Maður hefði haldið að tillögur verkefnastjórnar þessa þverpólitíska og þverfaglega samráðsvettvangs hefðu einhverja vigt í samningum á borð við þá sem nú er unnið að. Að málum koma jú formenn allra flokka á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Tillögurnar virðast í það minnsta skynsamlegar og skýringa þörf ef negla á niður gallað kerfi til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Frá því í haust hafa staðið yfir fundir vegna nýrra búvörusamninga við bændur og eiga þeir að vera til tíu ára. Þær litlu spurnir sem er að hafa af þessu ferli benda til þess að ráðast eigi í töluverðar breytingar, svo sem með aflagningu kvótakerfis, svokallað greiðslumark, í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Tíu ár eru langur tími, en um leið á það að líta að í landbúnaði, eins og öðrum atvinnugreinum, er mikilvægt að fyrir liggi fram í tímann hvaða starfsskilyrði greininni eru ætluð. Fátt er líklegra til að draga úr framkvæmdagleði en óvissa um framtíðina. Um leið er dálítið furðulegt að hafa ekki nýtt þetta tækifæri til enn frekari uppstokkunar á því kerfi sem hér hefur verið byggt upp til stuðnings innlendri landbúnaðarframleiðslu. Miklu er til kostað, en óljóst hver nýtur mest góðs af stuðningnum. „Landbúnaðarkerfið á Íslandi virðist sérlega óhagkvæmt því það leiðir til útgjalda ríkisins, slakrar afkomu bænda og hærra verðs á landbúnaðarvörum til neytenda en vera þyrfti,“ segir í umfjöllun í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Rifjað er upp að í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem stofnað var til fyrir fjórum árum undir handarjaðri forsætisráðuneytisins, hafi verið lagt til að jarðræktarstuðningur verði ný undirstaða styrkja í landbúnaði. Tillögurnar, sem kynntar voru í maí 2013, gera ráð fyrir því að stuðningi við landbúnað sé viðhaldið, enda megi teljast að án stuðnings myndi hann að verulegu leyti leggjast af. Líklega vilja fáir feta þá slóð. Umgjörð stuðningsins eigi hins vegar að hvetja bændur til að nýta eignir sínar til að skapa sem mest verðmæti, það megi ekki koma í veg fyrir nýsköpun og eðlilega þróun í landbúnaði. Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum kerfisins á samkeppnishæfi og búa til umhverfi sem leyfir bændum að taka ákvarðanir á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Ætli þetta sé lagt til grundvallar í yfirstandandi viðræðum stjórnvalda og bændaforystunnar? Eða á að viðhalda meingölluðu framleiðslustyrkjakerfi, þar sem vitað er að beingreiðslur skili sér ekki nema að hluta til bænda? Maður hefði haldið að tillögur verkefnastjórnar þessa þverpólitíska og þverfaglega samráðsvettvangs hefðu einhverja vigt í samningum á borð við þá sem nú er unnið að. Að málum koma jú formenn allra flokka á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Tillögurnar virðast í það minnsta skynsamlegar og skýringa þörf ef negla á niður gallað kerfi til langrar framtíðar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun