Óli Stef: Langar stundum að vera með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 06:00 Ólafur Stefánsson hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og var leikmaður þegar Ísland kom sér nokkrum sinnum áður í svipaða stöðu. vísir/Valli „Aðalatriðið er að menn hugsi skýrt og slaki á. Að þeir læri líka af þessum leik gegn Hvít-Rússum,“ segir besti handboltamaður í sögu Íslands, Ólafur Indriði Stefánsson, yfirvegaður á fjölmiðlahóteli íslenska landsliðsins í Katowice. Ólafur er í nýju hlutverki í Póllandi en hann er nú annar aðstoðarþjálfara Arons Kristjánssonar. Það er auðvitað stutt síðan Ólafur var leiðtoginn í þessum hópi og hans tenging við strákana, sem og reynsla, hans ætti að reynast liðinu vel. Varnarframmistaða Íslands í leiknum gegn Hvít-Rússum var ein sú slakasta í sögu landsliðsins. Liðið fékk á sig 39 mörk í leiknum og stóð ekki steinn yfir steini í varnarleiknum. „Varnarleikurinn var auðvitað slakur og þremenningarnir sem eiga að bera varnarleikinn uppi þurfa að taka sig saman í andlitinu. Að dreifa ábyrgðinni á bakverðina og þar í kring. Hugsa skýrt og vinna vel úr þessum tíma sem við höfum fram að leik,“ segir Ólafur en þjálfararnir gera ýmislegt til þess að koma mönnum aftur á lappirnar fyrir stórslaginn gegn Króötum. Er leikurinn hefst gæti sú staða verið uppi að íslenska liðið verði að vinna Króata. Að öðrum kosti sé liðið á leið heim. Ólafur þekkir þessa stöðu vel með landsliðinu. Hann var í liðinu á HM 2007 er það vann Frakka með bakið upp við vegg og svo aftur í sömu stöðu gegn Dönum á EM 2010. „Þetta er akkúrat þannig ástand núna og ég vil nú ekki „jinxa“ neitt með því að segja að það gerist þá aftur núna að við bregðumst rétt við. Þeir sem mest mæðir á, varnarstrákarnir, hafa kannski ekki upplifað það en maður reynir að koma því til skila að allt sé mögulegt. Það er gott tækifæri núna á að vinna þá. Ef við tæklum oftar. Það voru líklega 60 prósent færri tæklingar í síðasta leik en þeim fyrsta. Það segir okkur að menn voru alltaf aðeins á eftir. Við reyndum að tækla þetta fyrir síðasta leik en það er eins og það séu einhver álög á okkur. Við gátum ekki hlaupið út. Tölfræðin að við getum ekki unnið leik eftir sigur á Noregi heldur því áfram. Það er skrítið.“ Ólafur er mjög virkur á bekknum. Talar mikið við strákana og reynir að hafa áhrif á þann hátt sem hann getur. Klæjar hann samt ekkert í fingurna að fara inn á og taka málin í sínar hendur inni á vellinum? „Þetta er annað starf sem ég er í núna en jú, það er leiðinlegt stundum að geta ekki farið inn á. Ég þarf auðvitað að sætta mig við það sem fyrst og reyna að gera allt sem ég get á bekknum. Þegar út í leik er komið þá eiga upplýsingarnar samt að vera komnar inn í frumurnar á mönnum. Þjálfarinn á bara að að styðja við mennina. Ég reyni að hafa áhrif og bregðast við en flest gerist á parketinu og í hausnum á mönnum fyrir leikina.“ Króatar eru með nokkuð breytt lið frá síðustu mótum. Það er kominn nýr þjálfari sem hefur yngt liðið upp. Mjög öflugir leikmenn en ekki eins reyndir. Ólafur hefur mikla trú á strákunum okkar fyrir slaginn stóra. „Ég hef fulla trú á strákunum. Þetta er góður séns en við verðum að nýta tímann fram að leik mjög vel. Fyrst komast yfir tapið. Svo fara menn í jákvæða sjálfsskoðun fyrir þessa orrustu. Þetta er allt eða ekkert staða. Við getum verið í frábærum málum eða farið heim.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
„Aðalatriðið er að menn hugsi skýrt og slaki á. Að þeir læri líka af þessum leik gegn Hvít-Rússum,“ segir besti handboltamaður í sögu Íslands, Ólafur Indriði Stefánsson, yfirvegaður á fjölmiðlahóteli íslenska landsliðsins í Katowice. Ólafur er í nýju hlutverki í Póllandi en hann er nú annar aðstoðarþjálfara Arons Kristjánssonar. Það er auðvitað stutt síðan Ólafur var leiðtoginn í þessum hópi og hans tenging við strákana, sem og reynsla, hans ætti að reynast liðinu vel. Varnarframmistaða Íslands í leiknum gegn Hvít-Rússum var ein sú slakasta í sögu landsliðsins. Liðið fékk á sig 39 mörk í leiknum og stóð ekki steinn yfir steini í varnarleiknum. „Varnarleikurinn var auðvitað slakur og þremenningarnir sem eiga að bera varnarleikinn uppi þurfa að taka sig saman í andlitinu. Að dreifa ábyrgðinni á bakverðina og þar í kring. Hugsa skýrt og vinna vel úr þessum tíma sem við höfum fram að leik,“ segir Ólafur en þjálfararnir gera ýmislegt til þess að koma mönnum aftur á lappirnar fyrir stórslaginn gegn Króötum. Er leikurinn hefst gæti sú staða verið uppi að íslenska liðið verði að vinna Króata. Að öðrum kosti sé liðið á leið heim. Ólafur þekkir þessa stöðu vel með landsliðinu. Hann var í liðinu á HM 2007 er það vann Frakka með bakið upp við vegg og svo aftur í sömu stöðu gegn Dönum á EM 2010. „Þetta er akkúrat þannig ástand núna og ég vil nú ekki „jinxa“ neitt með því að segja að það gerist þá aftur núna að við bregðumst rétt við. Þeir sem mest mæðir á, varnarstrákarnir, hafa kannski ekki upplifað það en maður reynir að koma því til skila að allt sé mögulegt. Það er gott tækifæri núna á að vinna þá. Ef við tæklum oftar. Það voru líklega 60 prósent færri tæklingar í síðasta leik en þeim fyrsta. Það segir okkur að menn voru alltaf aðeins á eftir. Við reyndum að tækla þetta fyrir síðasta leik en það er eins og það séu einhver álög á okkur. Við gátum ekki hlaupið út. Tölfræðin að við getum ekki unnið leik eftir sigur á Noregi heldur því áfram. Það er skrítið.“ Ólafur er mjög virkur á bekknum. Talar mikið við strákana og reynir að hafa áhrif á þann hátt sem hann getur. Klæjar hann samt ekkert í fingurna að fara inn á og taka málin í sínar hendur inni á vellinum? „Þetta er annað starf sem ég er í núna en jú, það er leiðinlegt stundum að geta ekki farið inn á. Ég þarf auðvitað að sætta mig við það sem fyrst og reyna að gera allt sem ég get á bekknum. Þegar út í leik er komið þá eiga upplýsingarnar samt að vera komnar inn í frumurnar á mönnum. Þjálfarinn á bara að að styðja við mennina. Ég reyni að hafa áhrif og bregðast við en flest gerist á parketinu og í hausnum á mönnum fyrir leikina.“ Króatar eru með nokkuð breytt lið frá síðustu mótum. Það er kominn nýr þjálfari sem hefur yngt liðið upp. Mjög öflugir leikmenn en ekki eins reyndir. Ólafur hefur mikla trú á strákunum okkar fyrir slaginn stóra. „Ég hef fulla trú á strákunum. Þetta er góður séns en við verðum að nýta tímann fram að leik mjög vel. Fyrst komast yfir tapið. Svo fara menn í jákvæða sjálfsskoðun fyrir þessa orrustu. Þetta er allt eða ekkert staða. Við getum verið í frábærum málum eða farið heim.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15