Koenigsegg Agera RS uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:12 Koenigsegg Agera RS. motorauthority.com Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent