Jákvætt nýtt ár Berglind Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Góðan dag. Erfiðasti dagur ársins er runninn upp. Jólatré í stofu stendur, byrjað að þorna upp og taka-niður-jólaskraut-kvíðinn nagar mann að innan. Nú er matarboðið sem við erum búin að vera að undirbúa síðastliðna þrjá mánuði yfirstaðið og tími til kominn að kasta öllum afgöngum út um gluggann og hefja nýtt líf veganisma og boozt-lífs. En við getum huggað okkur við þá staðreynd að það er komið nýtt og frábært ár. 2016. Hvíl í friði 2015. Þetta verður algjörlega okkar ár. Við munum kjósa nýjan forseta sem verður algjörlega æðisleg týpa og kemur landinu fullkomlega til bjargar. Þúsundir flóttamanna munu flytjast hingað búferlum og auðga menningu okkar. Hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar verða í fyrsta sinn meðal hæst launuðu stétta landsins (og þeir sinna starfi sínu skratti vel núna, ímyndið ykkur hvernig þjónustan verður þegar launin rjúka upp úr öllu valdi). Fiskur og lopapeysur munu rokseljast á erlendum markaði og öllum hótelunum í miðborginni verður breytt í ódýrt leiguhúsnæði. Og það verður komið upp aðgengi fyrir fatlaða alls staðar! Auðvitað vinnum við Eurovision og Justin Bieber giftist íslenskri stúlku og sest að í Breiðholti. Áfengi verður selt í verslunum og hríðlækkar í verði, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben standa fyrir nýrri leiðréttingu, í þetta sinn hjá LÍN, og verða skólalán landsmanna að mestu leyti felld niður. Öryggisleit á flugvöllum verður lögð niður og bara þeir sem lofa að taka ekki með sér vopn fá að fara um borð, strætisvagnakerfið mun verða gallalaust og sumarið verður það hlýjasta í manna minnum, og lengsta! Eða það grunar mig að minnsta kosti. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun
Góðan dag. Erfiðasti dagur ársins er runninn upp. Jólatré í stofu stendur, byrjað að þorna upp og taka-niður-jólaskraut-kvíðinn nagar mann að innan. Nú er matarboðið sem við erum búin að vera að undirbúa síðastliðna þrjá mánuði yfirstaðið og tími til kominn að kasta öllum afgöngum út um gluggann og hefja nýtt líf veganisma og boozt-lífs. En við getum huggað okkur við þá staðreynd að það er komið nýtt og frábært ár. 2016. Hvíl í friði 2015. Þetta verður algjörlega okkar ár. Við munum kjósa nýjan forseta sem verður algjörlega æðisleg týpa og kemur landinu fullkomlega til bjargar. Þúsundir flóttamanna munu flytjast hingað búferlum og auðga menningu okkar. Hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar verða í fyrsta sinn meðal hæst launuðu stétta landsins (og þeir sinna starfi sínu skratti vel núna, ímyndið ykkur hvernig þjónustan verður þegar launin rjúka upp úr öllu valdi). Fiskur og lopapeysur munu rokseljast á erlendum markaði og öllum hótelunum í miðborginni verður breytt í ódýrt leiguhúsnæði. Og það verður komið upp aðgengi fyrir fatlaða alls staðar! Auðvitað vinnum við Eurovision og Justin Bieber giftist íslenskri stúlku og sest að í Breiðholti. Áfengi verður selt í verslunum og hríðlækkar í verði, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben standa fyrir nýrri leiðréttingu, í þetta sinn hjá LÍN, og verða skólalán landsmanna að mestu leyti felld niður. Öryggisleit á flugvöllum verður lögð niður og bara þeir sem lofa að taka ekki með sér vopn fá að fara um borð, strætisvagnakerfið mun verða gallalaust og sumarið verður það hlýjasta í manna minnum, og lengsta! Eða það grunar mig að minnsta kosti. Gleðilegt nýtt ár!