Notar jólin til að reyna að halda í Aubameyang Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 11:00 Pierre-Emerick Aubameyang getur ekki hætt að skora fyrir Dortmund. vísir/getty Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, ætlar ekki að selja Pierre-Emerick Aubameyang til Englands í janúar en Arsenal og Liverpool er bæði sögð áhugasöm um leikmanninn. Aubameyang hefur verið magnaður í liði Dortmund í vetur og skoraði 24 mörk í 23 leikjum, en Arsenal er sagt ætla að gera Dortmund 42 milljóna punda tilboð í framherjann. Liverpool er einnig á höttunum eftir honum, en Jürgen Klopp var auðvitað maðurinn sem fékk Aubameyang til Dortmund og þekkir hann mjög vel. „Það má enginn halda að Dortmund standi og falli með einum manni. Við treystum ekki á neinn einn mann,“ segir Watzke í viðtali við þýska blaðið Bild. „Við fundum lausn á því þegar Robert Lewandowski fór og Aubameyang er búinn að skora þremur mörkum fleiri en hann. Við erum svo vel í stakk búnir að við getum alltaf fundið lausnir.“ „Við ætlum að halda þessu liði saman. Við erum ekki jafn vel fjárhagslega staddir og stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni en við höfum upp á margt að bjóða. Leikmenn okkar fá til dæmis að fagna jólunum,“ segir Watzke en jólafrí er í þýsku 1. deildinni eins og í flestum deildum Evrópu utan Englands. Watzke bendir einnig á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Dortmund er orðaður við önnur lið. „Á þessum tíma á síðasta ári skrifuðu margir blaðamenn að okkar stjörnur væru á leið burt. Hummels var farinn til Manchester United og Gündogan til Real Madrid, United eða Barcelona. Hvar eru þeir núna? Enn þá hjá okkur!“ segir Hans-Joachim Watzke. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, ætlar ekki að selja Pierre-Emerick Aubameyang til Englands í janúar en Arsenal og Liverpool er bæði sögð áhugasöm um leikmanninn. Aubameyang hefur verið magnaður í liði Dortmund í vetur og skoraði 24 mörk í 23 leikjum, en Arsenal er sagt ætla að gera Dortmund 42 milljóna punda tilboð í framherjann. Liverpool er einnig á höttunum eftir honum, en Jürgen Klopp var auðvitað maðurinn sem fékk Aubameyang til Dortmund og þekkir hann mjög vel. „Það má enginn halda að Dortmund standi og falli með einum manni. Við treystum ekki á neinn einn mann,“ segir Watzke í viðtali við þýska blaðið Bild. „Við fundum lausn á því þegar Robert Lewandowski fór og Aubameyang er búinn að skora þremur mörkum fleiri en hann. Við erum svo vel í stakk búnir að við getum alltaf fundið lausnir.“ „Við ætlum að halda þessu liði saman. Við erum ekki jafn vel fjárhagslega staddir og stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni en við höfum upp á margt að bjóða. Leikmenn okkar fá til dæmis að fagna jólunum,“ segir Watzke en jólafrí er í þýsku 1. deildinni eins og í flestum deildum Evrópu utan Englands. Watzke bendir einnig á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Dortmund er orðaður við önnur lið. „Á þessum tíma á síðasta ári skrifuðu margir blaðamenn að okkar stjörnur væru á leið burt. Hummels var farinn til Manchester United og Gündogan til Real Madrid, United eða Barcelona. Hvar eru þeir núna? Enn þá hjá okkur!“ segir Hans-Joachim Watzke.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira