11 slasaðir í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 09:38 Frá slysstað á fyrstu dagleið. Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent
Það fer ekki vel af stað Dakar rallið að þessu sinni því á fyrstu leið rallsins á laugardaginn missti einn keppanda stjórn á bíl sínum og ók inn í þvögu áhorfenda. Í slysinu slösuðust 11 manns, 6 fullorðnir og 5 börn. Meðal þeirra voru feðgar þar sem 14 ára sonurinn er nú illa haldinn eftir slysið. Færa þurfti hina slösuðu á fjórum þyrlum á spítala. Þessi fyrsta dagleið var afar stutt, eða um 11 kílómetrar og aðeins hugsuð sem kynning á keppninni. Keppninni var samstundis hætt og fáir klárað þessa stuttu leið þá. Fyrstu fullu dagleið keppninnar í gær þurfti svo að fresta vegna veðurs, svo segja má að rallið byrji ansi brösulega. Þrátt fyrir slysið verður keppninni haldið áfram og er því fyrsti fulli keppnisdagurinn í dag, mánudag. Dakar keppnin, sem bar áður nafnið París-Dakar, var fyrst haldin árið 1978 og eins og nafnið ber með sér, hófst í París og endaði í Dakar í Senegal, en breyta þurfti keppninni vegna ótryggs ástands í Senegal. Núverandi keppni hefst í Argentínu og fer í gegnum Bólivíu og endar svo aftur í Rosario í Argentínu. Í síðustu fjórum keppnum hafa Mini X-Raid bílar unnið keppnina.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent