Breytinga að vænta hjá Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 22:57 Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140. Vísir/Getty Útlit er fyrir að tístin muni lengjast nokkuð á næstu mánuðum. Fregnir hafa borist af því í dag að Twitter vinni nú að því að gera notendum kleift að birta færslur sem verði allt að tíu þúsund stafir að lengd. Hingað til hefur takmarkið verið bundið við 140 stafi. Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140.Samkvæmt tæknimiðlinum Re/code stendur til að framkvæma breytinguna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs en það hefur þó ekki verið ákveðið fyrir fullt og allt. Samkvæmt fregnunum virkar breytingin á þann veg að notendur sjái eingöngu hina venjulegu 140 stafi, en standi til boða að smella á tístið til að sjá meira. Mun meira.Samkvæmt frétt Forbes hafa fjárfestar lengi farið fram á að breytingar sem þessar, en fyrirtækið hefur um áraraðir átt erfitt með tekjuöflun. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að laða að nægilega marga notendur. Nú eru virkir notendur Twitter um 370 milljónir á mánuði en hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið í verði um 40 prósent frá sama tíma í fyrra. Uppfært: 23:10 Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, tísti nú í kvöld mynd af 1.325 stafa texta þar sem hann ýjar að því að breytinga sé að vænta. Hann tjáir sig ekki beint um fréttir dagsins, en gerir öllum ljóst að Twitter verði ekki bundið við 140 stafi að eilífu. Tístið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/bc5RwqPcAX— Jack (@jack) January 5, 2016 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Útlit er fyrir að tístin muni lengjast nokkuð á næstu mánuðum. Fregnir hafa borist af því í dag að Twitter vinni nú að því að gera notendum kleift að birta færslur sem verði allt að tíu þúsund stafir að lengd. Hingað til hefur takmarkið verið bundið við 140 stafi. Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140.Samkvæmt tæknimiðlinum Re/code stendur til að framkvæma breytinguna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs en það hefur þó ekki verið ákveðið fyrir fullt og allt. Samkvæmt fregnunum virkar breytingin á þann veg að notendur sjái eingöngu hina venjulegu 140 stafi, en standi til boða að smella á tístið til að sjá meira. Mun meira.Samkvæmt frétt Forbes hafa fjárfestar lengi farið fram á að breytingar sem þessar, en fyrirtækið hefur um áraraðir átt erfitt með tekjuöflun. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að laða að nægilega marga notendur. Nú eru virkir notendur Twitter um 370 milljónir á mánuði en hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið í verði um 40 prósent frá sama tíma í fyrra. Uppfært: 23:10 Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, tísti nú í kvöld mynd af 1.325 stafa texta þar sem hann ýjar að því að breytinga sé að vænta. Hann tjáir sig ekki beint um fréttir dagsins, en gerir öllum ljóst að Twitter verði ekki bundið við 140 stafi að eilífu. Tístið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/bc5RwqPcAX— Jack (@jack) January 5, 2016
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira