Tesla brennur til grunna á hraðhleðslustöð í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 11:21 Í Kristiansand í Noregi brann Tesla Model S bíll til grunna í vikunni þar sem hann stóð í hleðslu á hraðhleðslustöð. Bíllinn stóð í ljósum logum skömmu eftir að eigandi hans hafði sett hann í hleðslu á stöðinni. Ekki tókst að slökkva eldinn í bílnum og brann hann til kaldra kola. Enginn meiddist en slökkviliðsmenn börðust við eldinn með duftslökkvitækjum en ekki vatni til að komast hjá myndun hættulegra efnahvarfa þegar vatn og lithium ion efnið í rafhlöðum bílsins mætast. Rannsókn er hafin á tildrögum þessa og víst er að eigandi Tesla bílsins mun ekki bera tjónið af þessum bruna. Sjá má myndskeið af brunanum hér að ofan. Tesla fór langt með að ná sölumarkmiðum sínum á síðasta ári og seldi alls 50.580 bíla en markið hafði verið sett við 55.000 bíla í upphafi árs. Vel gekk á síðasta ársfjórðungi ársins og seldi Tesla þá 17.192 bíla og ef sala allra ársfjórðunga síðasta árs hefði verið í takt við þann síðasta hefði salan numið 68.500 bílum. Salan er þó alltaf að aukast og markaði síðasti ársfjórðungur metsölu hjá Tesla. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent
Í Kristiansand í Noregi brann Tesla Model S bíll til grunna í vikunni þar sem hann stóð í hleðslu á hraðhleðslustöð. Bíllinn stóð í ljósum logum skömmu eftir að eigandi hans hafði sett hann í hleðslu á stöðinni. Ekki tókst að slökkva eldinn í bílnum og brann hann til kaldra kola. Enginn meiddist en slökkviliðsmenn börðust við eldinn með duftslökkvitækjum en ekki vatni til að komast hjá myndun hættulegra efnahvarfa þegar vatn og lithium ion efnið í rafhlöðum bílsins mætast. Rannsókn er hafin á tildrögum þessa og víst er að eigandi Tesla bílsins mun ekki bera tjónið af þessum bruna. Sjá má myndskeið af brunanum hér að ofan. Tesla fór langt með að ná sölumarkmiðum sínum á síðasta ári og seldi alls 50.580 bíla en markið hafði verið sett við 55.000 bíla í upphafi árs. Vel gekk á síðasta ársfjórðungi ársins og seldi Tesla þá 17.192 bíla og ef sala allra ársfjórðunga síðasta árs hefði verið í takt við þann síðasta hefði salan numið 68.500 bílum. Salan er þó alltaf að aukast og markaði síðasti ársfjórðungur metsölu hjá Tesla.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent