Ævintýri að vera mynduð af Leibovitz Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Eva Katrín segir Leibovitz vera með sterka nærveru og að upplifunin hafi verið ævintýri. Mynd/EvaKatrín „Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30