Er hamingjan ljótasti sénsinn? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Líklegast er hamingja það sem flestir vilja mest þegar búið er að höggva hégómann utan af óskum manna og kvenna. Örugglega er sú tilfinning álíka algeng, að viðkomandi þurfi eitthvað eitt eða tvennt áður en hann geti höndlað hamingjuna. Þetta eitthvað getur síðan verið í formi peningaupphæðar, stöðu, stærra húss, nýrrar bifreiðar, betri konu eða karls, meira kynlífs, frægðar og svo í seinni tíð getur það verið fallegra nef, rass, kinnbein eða tennur. Af þessum toga er sagan af óhamingjusama kónginum sem spyr vitring einn hvernig hann geti gert hamingjusamasta þjón sinn óhamingjusaman. Vitringurinn veit vel hvernig spilla á hamingju kauða og í því skyni lætur kóngurinn þjón þennan finna 99 gullpeninga. Þjónninn verður glaður í fyrstu en svo þykir honum sýnt, þar sem peningarnir eru „bara“ 99, að það vanti einn og þar með er sæla hans úti. Svona er hugmynd margra um hamingjuna, hún er 99 gullpeningar, það vantar alltaf einn svo hægt sé að njóta. Þetta kemur sér síðan fjári vel fyrir auglýsendur og höfunda sjálfshjálparbóka sem vita einmitt hvað þetta eina er sem þig vantar. Sjálfur hef ég margoft selt mig þessari firru en svo var ég um daginn að rölta um fallega ströndina á Rauðasandi þegar yfir mig kom þessi líka svakalega hamingja. Ég hafði nefnilega gleymt því á röltinu að mig vantaði eitthvað til þess að verða hamingjusamur. Ef eitthvað treður sér oftar í eyru manns en áróður þeirra sem vita hvað mann vantar þá er það hryggðaróður þeirra sem eru að vara fólk við öllum fjáranum. Þegar ég kom að Látrabjargi var ég meira að segja varaður við því að ég myndi detta ef ég labbaði fram af bjarginu. Er því ekki rétt að vara fólk við því, að vera ekki að vinna alla þessa yfirvinnu, sleikja réttu rassana, taka öll þessi lán, kaupa öll þessi tæki, reynandi við allt þetta fólk en fara þess í stað á vit hamingjunnar sem bíður eins og ljótasti sénsinn á ballinu eftir að þú gleymir öllu þessu prjáli og bjóðir sér upp? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Líklegast er hamingja það sem flestir vilja mest þegar búið er að höggva hégómann utan af óskum manna og kvenna. Örugglega er sú tilfinning álíka algeng, að viðkomandi þurfi eitthvað eitt eða tvennt áður en hann geti höndlað hamingjuna. Þetta eitthvað getur síðan verið í formi peningaupphæðar, stöðu, stærra húss, nýrrar bifreiðar, betri konu eða karls, meira kynlífs, frægðar og svo í seinni tíð getur það verið fallegra nef, rass, kinnbein eða tennur. Af þessum toga er sagan af óhamingjusama kónginum sem spyr vitring einn hvernig hann geti gert hamingjusamasta þjón sinn óhamingjusaman. Vitringurinn veit vel hvernig spilla á hamingju kauða og í því skyni lætur kóngurinn þjón þennan finna 99 gullpeninga. Þjónninn verður glaður í fyrstu en svo þykir honum sýnt, þar sem peningarnir eru „bara“ 99, að það vanti einn og þar með er sæla hans úti. Svona er hugmynd margra um hamingjuna, hún er 99 gullpeningar, það vantar alltaf einn svo hægt sé að njóta. Þetta kemur sér síðan fjári vel fyrir auglýsendur og höfunda sjálfshjálparbóka sem vita einmitt hvað þetta eina er sem þig vantar. Sjálfur hef ég margoft selt mig þessari firru en svo var ég um daginn að rölta um fallega ströndina á Rauðasandi þegar yfir mig kom þessi líka svakalega hamingja. Ég hafði nefnilega gleymt því á röltinu að mig vantaði eitthvað til þess að verða hamingjusamur. Ef eitthvað treður sér oftar í eyru manns en áróður þeirra sem vita hvað mann vantar þá er það hryggðaróður þeirra sem eru að vara fólk við öllum fjáranum. Þegar ég kom að Látrabjargi var ég meira að segja varaður við því að ég myndi detta ef ég labbaði fram af bjarginu. Er því ekki rétt að vara fólk við því, að vera ekki að vinna alla þessa yfirvinnu, sleikja réttu rassana, taka öll þessi lán, kaupa öll þessi tæki, reynandi við allt þetta fólk en fara þess í stað á vit hamingjunnar sem bíður eins og ljótasti sénsinn á ballinu eftir að þú gleymir öllu þessu prjáli og bjóðir sér upp?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun