Hannaði Svarthöfða í Star Wars Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Oddur Eysteinn Friðriksson er hér ásamt unnutu sinni Katrínu Ólafíu Þórhallsdóttur og Brian Muir og konunni hans, Lindsay Muir. Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“ Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira