Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Kolli er búinn að æfa gríðarlega vel og ætlar sér heim frá Finnlandi með annan vinning í töskunni. Vísir/Valli „Ég er búinn að æfa á fullu núna í sjö vikur fyrir þennan bardaga og er eins tilbúinn og hægt er,“ segir eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, sem er iðulega kallaður Kolli. Á laugardaginn kemur mun Kolli stíga inn í hringinn í Lapua í Finnlandi og mæta Hvít-Rússanum Artsiom Charniakevich. Þetta verður þriðji atvinnumannabardagi Garðbæingsins en hann hefur áður unnið Lettana Janis Ginters og Edgar Kalnas.Æft gríðarlega vel „Ég æfi tvisvar á dag alla virka daga og svo einu sinni á laugardögum. Æfingarnar eru venjulega í kringum tvo tíma þannig að ég æfi kannski fjóra tíma á dag. Ég er búinn að æfa svo vel að ég er miklu meira tilbúinn núna en fyrir síðasta bardaga. Ég er líka búinn að venjast því betur að æfa svona stíft og líkaminn er að aðlagast. Ég hef fundið að ég er að bæta mig mikið á öllum sviðum. Í styrk, fótavinnu, tækni og þreki.“ Gunnar Kolbeinn hefur notið þess að geta æft aðeins með Skúla Ármannssyni sem keppti í atvinnumannabardaga í Bandaríkjunum árið 2008 og vann. Gunnar er 198 sentimetrar að hæð og 111 kíló og hefur vantað æfingafélaga í sama þyngdarflokki. Það hefur hann fengið með Skúla. „Það var mjög gott að fá Skúla á æfingar en ég steig þrisvar í hringinn með honum. Það gerði gæfumuninn að fá Skúla en það hafa fáir boxað jafn margar lotur á æfingum á Íslandi og Skúli.“ Kolli er orðinn 27 ára gamall en hann keppti 37 sinnum í áhugamannahnefaleikum áður en hann fór í atvinnumannahnefaleikana. Aldurinn er ekki að vinna með honum og hann ætlar að reyna að komast eins langt og hann getur á sem skemmstum tíma. Það kallar á reglulega bardaga. „Ég er að reyna að hafa átta vikur á milli bardaga á þessu ári. Sjálfstraustið er í botni hjá mér eftir góða bardaga og fínar æfingar. Í fyrsta bardaganum var ég að sanna fyrir mér að ég gæti verið atvinnumaður og í seinni bardaganum þurfti ég að sanna að fyrri bardaginn hefði ekki verið heppni. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut og ég ætla helst að keppa svo aftur í júní,“ segir Kolli ákveðinn.Gunnar Kolbeinn Kristinsson.Vísir/ValliAndstæðingur Kolla frá Hvíta-Rússlandi er talsvert minni en hann og um tíu kílóum léttari. Hann hefur barist tíu sinnum og aðeins unnið einu sinni. Er þetta ekkert of léttur andstæðingur? „Nei, ég held nú ekki. Hann hefur tapað fyrir góðum strákum sem eru enn ósigraðir. Svo er þetta ekki upphaflegur andstæðingur heldur þriðja val. Við vorum með tvo aðra í sigtinu sem gátu ekki barist og þessi kemur því inn í staðinn. Hann er ekkert lamb að leika við. Óhræddur við að fara í tveggja metra einstakling með tveggja mánaða fyrirvara. Ég má ekkert við því að vanmeta þennan gaur. Ef allt er eðlilegt þá ætti ég samt að vinna hann,“ segir Kolli borubrattur en er stefnan að rota andstæðinginn? „Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það. Það er alltaf best að enda bardaga á rothöggi en ef það gerist ekki þá er það í lagi svo lengi sem ég vinn.“Getur ekki beðið Gunnar Kolbeinn og hans teymi fljúga út til Finnlands á föstudag. Koma nánast beint í vigtunina og svo er bardaginn daginn eftir. Okkar maður er spenntur og segir að þetta verði bara skemmtilegra með hverjum bardaganum. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna. Þetta er bæði skemmtilegt og gaman. Það er í raun og veru ólýsanleg upplifun að berjast og vinna. Ég get ekki beðið eftir þessu.“ Box Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
„Ég er búinn að æfa á fullu núna í sjö vikur fyrir þennan bardaga og er eins tilbúinn og hægt er,“ segir eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, sem er iðulega kallaður Kolli. Á laugardaginn kemur mun Kolli stíga inn í hringinn í Lapua í Finnlandi og mæta Hvít-Rússanum Artsiom Charniakevich. Þetta verður þriðji atvinnumannabardagi Garðbæingsins en hann hefur áður unnið Lettana Janis Ginters og Edgar Kalnas.Æft gríðarlega vel „Ég æfi tvisvar á dag alla virka daga og svo einu sinni á laugardögum. Æfingarnar eru venjulega í kringum tvo tíma þannig að ég æfi kannski fjóra tíma á dag. Ég er búinn að æfa svo vel að ég er miklu meira tilbúinn núna en fyrir síðasta bardaga. Ég er líka búinn að venjast því betur að æfa svona stíft og líkaminn er að aðlagast. Ég hef fundið að ég er að bæta mig mikið á öllum sviðum. Í styrk, fótavinnu, tækni og þreki.“ Gunnar Kolbeinn hefur notið þess að geta æft aðeins með Skúla Ármannssyni sem keppti í atvinnumannabardaga í Bandaríkjunum árið 2008 og vann. Gunnar er 198 sentimetrar að hæð og 111 kíló og hefur vantað æfingafélaga í sama þyngdarflokki. Það hefur hann fengið með Skúla. „Það var mjög gott að fá Skúla á æfingar en ég steig þrisvar í hringinn með honum. Það gerði gæfumuninn að fá Skúla en það hafa fáir boxað jafn margar lotur á æfingum á Íslandi og Skúli.“ Kolli er orðinn 27 ára gamall en hann keppti 37 sinnum í áhugamannahnefaleikum áður en hann fór í atvinnumannahnefaleikana. Aldurinn er ekki að vinna með honum og hann ætlar að reyna að komast eins langt og hann getur á sem skemmstum tíma. Það kallar á reglulega bardaga. „Ég er að reyna að hafa átta vikur á milli bardaga á þessu ári. Sjálfstraustið er í botni hjá mér eftir góða bardaga og fínar æfingar. Í fyrsta bardaganum var ég að sanna fyrir mér að ég gæti verið atvinnumaður og í seinni bardaganum þurfti ég að sanna að fyrri bardaginn hefði ekki verið heppni. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut og ég ætla helst að keppa svo aftur í júní,“ segir Kolli ákveðinn.Gunnar Kolbeinn Kristinsson.Vísir/ValliAndstæðingur Kolla frá Hvíta-Rússlandi er talsvert minni en hann og um tíu kílóum léttari. Hann hefur barist tíu sinnum og aðeins unnið einu sinni. Er þetta ekkert of léttur andstæðingur? „Nei, ég held nú ekki. Hann hefur tapað fyrir góðum strákum sem eru enn ósigraðir. Svo er þetta ekki upphaflegur andstæðingur heldur þriðja val. Við vorum með tvo aðra í sigtinu sem gátu ekki barist og þessi kemur því inn í staðinn. Hann er ekkert lamb að leika við. Óhræddur við að fara í tveggja metra einstakling með tveggja mánaða fyrirvara. Ég má ekkert við því að vanmeta þennan gaur. Ef allt er eðlilegt þá ætti ég samt að vinna hann,“ segir Kolli borubrattur en er stefnan að rota andstæðinginn? „Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það. Það er alltaf best að enda bardaga á rothöggi en ef það gerist ekki þá er það í lagi svo lengi sem ég vinn.“Getur ekki beðið Gunnar Kolbeinn og hans teymi fljúga út til Finnlands á föstudag. Koma nánast beint í vigtunina og svo er bardaginn daginn eftir. Okkar maður er spenntur og segir að þetta verði bara skemmtilegra með hverjum bardaganum. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna. Þetta er bæði skemmtilegt og gaman. Það er í raun og veru ólýsanleg upplifun að berjast og vinna. Ég get ekki beðið eftir þessu.“
Box Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn