Hildur getur kvatt sem meistari í Hólminum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. vísir/Ernir Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum