Fimmtán ára rútína hjá Loga á leikdegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 08:00 Logi Gunnarsson spilaði frábærlega til að byrja með á móti KR í fyrsta leiknum en lenti snemma í villuvandræðum. Vísir/Stefán „Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
„Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira