Þýskir þingmenn telja rétt að borga guðsteinn bjarnason skrifar 18. mars 2015 09:00 Gesine Schwan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi þýskra sósíaldemókrata segir Grikki eiga rétt á frekari stríðsskaðabótum. fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel. Grikkland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel.
Grikkland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira