Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2015 10:00 Pálmi varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á tæplega 20 ára ferli. Vísir/Vilhelm Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira