Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2015 06:30 Kolbeinn er hér til vinstri ásamt Finnanum Helenius. Mynd/aðsend „Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“ Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sjá meira
„Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“
Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sjá meira