Glæsileg grafík en aðrir þættir slakari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. mars 2015 12:00 The Order 1886. The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira