Ringulreið í flóttamannabúðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. mars 2015 10:15 Zaatari-búðirnar. Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Fréttablaðið/Tamara Baari Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn.
Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira